FERÐAVEFIR

HÖNNUNARHÚS FERÐAÞJÓNUSTUNNAR

 

Ferðavefir er hönnunarhús ferðaþjónustunnar. Við höfum það að megin markmiði að hafa virðisaukandi áhrif á innviði ferðaþjónustu á Íslandi með skapandi hugsun, einföldun verkferla og bættum samskiptum við ferðamanninn. 

VERKIN

Oft er best að láta verkin tala.

1.

ÓKEYPIS RÁÐGJÖF

2.

SÉRSNIÐIN LAUSN

3.

SKARAÐU FRAM ÚR

VIÐ ERUM FERÐAVEFIR

Benedikt Viggósson

Benedikt Viggósson

Framkvæmdastjóri

Leifur Kristjánsson

Leifur Kristjánsson

Sölu -og markaðsstjóri

Sunna Þorsteinsdóttir

Sunna Þorsteinsdóttir

Vefhönnuður

Snædís Malmquist

Snædís Malmquist

Ráðgjafi og hönnuður

Höskuldur Jónsson

Höskuldur Jónsson

Kynningarfulltrúi

SAMSTARFSAÐILAR OKKAR

Við erum svo heppin að hafa unnið með frábærum og framúrskarandi fyrirtækjum. Fáðu ókeypis ráðgjöf og þá er aldrei að vita nema það verði byrjunin á frábæru samstarfi.

ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR

“Við höfum fengið frábæra og faglega þjónustu hjá Ferðavefum frá því að við hófum viðskipti við fyrirtækið. Starfsmenn eru ávallt til reiðu ef spurningar vakna eða vandamál koma upp. Við erum mjög ánægðir með uppsetningu vefsíðu og allt sem lítur að tengingu við bókunarfyrirtæki “

Guðmundur
 Guðmundsson
Landsliðsþjálfari og eigandi Ármóta

 

“Við gefum Ferðavefum okkar bestu meðmæli. Öll vinna gekk smurt og faglega fyrir sig. Sunna var okkar kona í gerð upplýsingapósta og heimasíðu og við erum í skýjunum með hennar vinnu. Hún las fljótt staðinn og náði að fanga karakter hostelsins um leið. Við sjáum aukningu í beinum bókunum og með fallega uppsettum upplýsingapóstum hefur vinnuálag og álag vegna símhringinga minnkað til muna. Okkar bestu þakkir fyrir frábært samstarf.”

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir

Hótelstýra Haföldunnar

 

“Kynni mín af vinnu Ferðavefja er skólabókardæmi um fagmennsku, viðbragðsflýti og með eindæmum góða og lipra þjónustu. Í raun fékk ég mun meira en “bara” nýja heimasíðu þar sem ýmsar þarfir fyrirtækis míns voru metnar, ég fékk mikil og góð ráð auk þess sem kynntar voru mismunandi leiðir að settum markmiðum. Allt saman gert í miklu samstarfi við mann sjálfan (kaupandann).”

Jakob E. Jakobsson
Eigandi og Framkvæmdarstjóri
Jómfrúnnar

Þekking og reynsla Ferðavefja var lykilatriði í ákvörðun okkar um samstarf. Við vorum að hefja rekstur og völdum því að taka heildarlausn fyrir okkar fyrirtæki frá þeim. Ferðavefir sáu um að hanna ímynd og útlit fyrirtækisins frá A-Ö og útkoman fór fram úr okkar væntingum. Það var einnig mikill kostur að geta fengið allt sem við þurftum á einum stað. Ferðavefir hafa hjálpað okkur hjá Dís Cottages með stafrænar samskiptalausnir, ráðgjöf varðandi bókunarvélar og markaðsefni. Það sem stendur upp úr er sú öryggistilfinning að hafa fagfólk með reynslu og þekkingu á bak við sig.  Starfsmenn Ferðavefja skilja ferðaþjónustu og beiðnum um aðstoð hefur verið svarað fljótt og vel, ég gef Ferðavefjum mín bestu meðmæli

Sæmundur Runólfsson
Eigandi Dís Cottages

Við hjá Hótel Fransiskus Stykkishólmi ákváðum að taka tilboði frá Ferðavefum þegar gera átti nýjan vef fyrir fyrirtækið. Ástæðan fyrir því vali var eingöngu vegna þess að þeir hafa sérhæft sig í vefjum fyrir íslenska ferðaþjónustu. Samskiptin gengu afar vel, athugasemdir unnar hratt og örugglega og alltaf var leitast við að uppfylla óskir okkar sem viðskiptamanns. Öll vinnan við vefinn ásamt eftirfylgni var til fyrirmyndar og greinilegt að þar er fagfólk að verki.

Unnur Steinsson
Framkvæmdastjóri / hótelstjóri

Má bjóða þér ráðgjöf?

Við sérhæfum okkur í lausnum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ferðavefir veita ráðgjöf varðandi vefsíður, bókunarvélar, bókunarkerfi, beinar bókanir og sjálfvirkni í rekstri.

Sláðu á þráðinn

554-5414

Sendu okkur línu

upplysingar@ferdavefir.is

Kíktu á okkur

Ferðaklasinn. Fiskislóð 10, að baka til – 101 Reyjavík 

Spjallaðu við okkur

á Facebook Messenger

VIÐ viljum heyra frá þér
SEGÐU HÆ!

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með einhverjar vangaveltur.