Mörkun
(e. Branding)
Nýtt útlit,
nýtt upphaf
Lógó
Lógó eru einkennismerki fyrirtækisins og eru það sem viðskiptavinir muna eftir. Þess vegna er mikilvægt að vera með eftirminnilegt og sterkt lógó sem er ekki of flókið. Lógóið þarf einnig að vera skalanlegt svo hægt sé að nota það í öllum stærðum, allt frá litla flipanum í vafranum og upp í kynningarstanda.
Litapalletta
Litapallettur eru mjög mikilvægar fyrir fyrirtækið. Það þarf að vera mjög nákvæmt hvaða litir eru notaðir allt frá prentefni til vefsíðunnar og lógósins. Litir segja okkur margt um fyrirtækið og geta litir einnig haft einhverja merkingu. Litina fáum við úr umhverfi fyrirtækisins en einnig út frá persónuleika fyrirtækisins.
Persónuleiki
Persónuleikinn þarf að vera skýr. Er þetta ódýrt eða lúxus? Er fyrirtækið hresst eða fágað? Það er mjög gott og mikilvægt að leggjast vel yfir það hvaða stemning á að vera í fyrirtækinu og leggur það grunninn að hönnuninni.
Hönnun
Heildaryfirsýn á hönnun er mjög mikilvæg. Það gætu verið sérstök táknmerki (e. icons) og myndir. En lógóið, letrið og litirnir samtvinnast í grunninn að hönnuninni yfir öll verkefni, vefsíður, prentefni, nafnspjöld, möppur o.s.fr.
Lógó
Við bjóðum upp á að gera lógó fyrir fyrirtækið sem gerir það eftirminnilegt. Við leggjum áherslu á persónuleika fyrirtækisins ásamt því að hafa lógóið í anda samtímans en jafnframt lógó sem lifir til lengri tíma. Hér fyrir neðan eru nokkur lógó sem við höfum gert.
Litapalletta
Við vinnum verkefnið alveg frá grunni, frá letri, litapallettu og táknmyndum svo fátt eitt sé nefnt. Skoðum hvaða liti er verið að nota í fyrirtækinu, hver er persónuleikinn og andi fyrirtækisins. Litapallettan þarf að gefa rétta stemmningu.
Persónuleiki
Þegar fyrirtæki hefur skilgreint persónuleika þess er það okkar að sýna hann í réttu ljósi með litum, logo-i og letri. Dökkir og svartir litir geta til dæmis þýtt lúxus en sömuleiðis eru litirnir kannski litirnir úr umhverfinu eins og af svörtum söndum. Margir ljósir litir geta gefið til kynna sjarma og léttleika. Sterkir litir geta gefið til kynna hressleika og styrk.
VIÐ viljum heyra frá þér
SEGÐU HÆ!
Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með einhverjar vangaveltur.