LUNA APARTMENTS

Luna Apartments er með 38 íbúðir á fjórum stöðum í hjarta Reykjavíkur. Markmið Luna er að veita ferðamönnnum tækifæri á að upplifa gamla sjarmann í Reykjavík. Þeir leituðu til okkar þar sem þeim langaði að búa til skýrara vörumerki og taka sjónrænt útlit þeirra í gegn.

Aðkoma okkar að endurmörkun Luna Apartments var að kryfja kjarnan og mynda með honum þær sögur sem sagðar yrðu í kringum Luna. Það var mikilvægt að allt sjónrænt kynningarefni endurspeglaði stoðir og persónueinkenni Luna. Sjarmur, þægindi og borgarsagan voru stoðirnar sem við byggðum á enn innblástur var meðal annars sóttur úr nafninu, Luna – sbr. tungl.

Okkar hlutverk:

Endurmörkun
Hugmyndavinna
Textaskrif
Ljósmyndun
Grafísk hönnun
Vefhönnun