Færsla #5
4 ástæður fyrir því að mörkun er mikilvæg fyrir lítil fyrirtæki
Mörkun (e. branding)
Mörg lítil fyrirtæki gera þau mistök að horfa á mörkun sem eitthvað sem skiptir þau ekki máli, heldur sé það einungis eitthvað sem hefur áhrif á stærri fyrirtæki. Sannleikurinn er hins vegar sá að mörkun er mikilvæg fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum þar sem það eykur verðmæti, ýtir undir trúverðugleika og auðveldar sölu til nýrra viðskiptavina.
Mörkun skapar trúverðuleika
Það ýtir undir trúverðugleika að fyrirtæki kynni sig á faglegan hátt til að mynda með fallegum vefsíðum og vel hönnuðu markaðsefni sem sýnir þeirra bestu hlið. Þegar upplifun kúnna á vöru og framsetningu helst í hendur skilar það sé í umsögnum (t.d. Tripadvisor) og er það sönnun fyrir því að vörur og þjónusta þeirra séu góðar. Það hefur síðan í för með sér að einstaklingar eiga auðveldar með að treysta fyrirtækinu til þess að kaupa af þeim vöru eða þjónustu.
Mörkun persónugerir fyrirtæki og skapar tengingu við viðskiptavini
Firmamerki (e. logo) fyrirtækis er andlit fyrirtækja og ber því að huga vel að hönnun þess. Það er mikilvægt að setja tíma og vinnu í að skapa faglegt, vel hannað og eftirminnilegt merki. Það sem gott er að hafa í huga við hönnun á merki er að það á að skapa þá ásýnd sem fyrirtæki vilja koma á framfæri til viðskiptavina sinna og á sama tíma á upplifun fólks að vera nákvæmlega sú sem þú vilt að hún sé.
Mörkun fyrirtækja stendur þó ekki og fellur með merki einu og sér. Það eru margir þættir sem spila inn í að skapa ásýnd og vörumerkjastefnu. Fyrirtæki þurfa að gera sér grein fyrir því hverjar stoðir og persónueinkenna þeirra eru til þess að geta skapað skýra stefnu um hvernig það ávarpar viðskiptavini sína, hvort sem það er í beinni þjónustu, markaðsefni eða tilsvörun. Sem dæmi má nefna að stofnanir taka oftast á sig ímynd yfirvalds, trausts og hefðar og þurfa því að notast við formlegan talsmáta á meðan fyrirtæki sem vilja ná til ungmenna geta oft leyft sér að nota nýyrði, slangur og óformlegan talsmáta í samskiptum við sína viðskiptavini.
Mörkun styður markaðsstarfið
Markaðssetning er mikilvægur hluti af vörumerki fyrirtækja. Miðlar, rásir og markhópar sem valdir eru hjálpa til við að byggja upp vörumerkið hjá fyrirtækjum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að markhópurinn sé ekki of lítill, en það getur minnkað svigrúm til þess að sækja inn á nýja markaði og stækka. Aftur á móti þá getur of stór markhópur leitt til þess að fyrirtæki missi sérstöðu sína og verði auðgleymanleg í hug neytenda.
Mörkun býr til nýja viðskiptavini
Góð mörkun er ein besta leiðin til þess að fá tilvísun frá fyrrverandi viðskiptavinum og skapa umtal. Það er því mikilvægt að merki, markaðssetning og orðspor vinni saman að því að skapa sterka ímynd hjá viðskiptavinum. Það gefur auga leið að það mælir enginn með fyrirtækjum sem það man ekki eftir. Því er fátt mikilvægara í rekstri fyrirtækja en að búa til eftirminnilegt vörumerki sem skilur eitthvað eftir sig.
Ekki hika við að hafa samband við Ferðavefi ef þig vantar aðstoð við að leyfa fyrirtækinu þínu að skara fram úr með eftirminnilegu vörumerki sem skilur eftir sig jákvæð áhrif í hugum viðskiptavina.