Færsla #7

6 leiðir til að bæta ánægju gesta með aukinni sjálfvikni

Tæknin þróast sífellt og sjálfvirknin eykst með hverjum deginum en upplifun gesta er enn í okkar höndum.

Sjálfvirkni styrkir sjálfsafgreiðslu án þess að koma í stað fyrir persónulega þjónustu. Í stað þess að hafa áhyggjur af bókunum og herbergjum þá getur þú einbeitt þér að því að bjóða gesti þínum velkomna eftir að þeir hafa þegar séð um að bóka. Þetta þýðir ekki að það komi vélmenni í stað starfsfólks þíns. Það þýðir einfaldlega að starfsfólk þitt getur einbeitt sér að því sem skiptir verulega máli—gestum þínum.

Þar sem upplifun gesta og tryggð neytenda skiptir æ meira máli í aðgreiningu fyrirtækja, þá hefur sjaldan verið eins mikilvægt fyrir rekendur gististaða að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu. Tækifæri í sjálfsafgreiðslu veita háttprýði og þægindi en þau ættu aldrei að draga úr persónulegu þjónustu hjá gististöðum.

Hagræðing á netinu

Hvernig fólk upplifir vörumerkið þitt byrjar oft á netinu, meira en 55% af ferðaáætlum fer fram á netinu. Nútímalegar vefsíður leyfa neytendum að skoða herbergi, skoða þjónustuna sem er í boði og lesa ummæli annara neytenda. Þetta á ekki bara við tölvur, 65% af samdægursbókunum eru gerðar á snjallsímum. Þá er gott að muna að hvernig fólk upplifir vefsíðuna þína getur verið fyrsta ef ekki síðasta reynsla þeirra á fyrirtæki þínu.

Því miður hafa kannanir sýnt að neytendum finnst oft sjálfsafgreiðslu þjónusta óþjál og erfið. Í dag er mikilvægt að flækja ekki upplifun neytenda heldur auðvelda aðgengi að upplýsingum og auðvelda bókunarferli. Ekki sakar að nota myndir, fagurfræði og handhægar upplýsingar til þess að auðvelda notkun og eigin markaðssetningu.

Nú til dags þykir léleg netvera ekki ásættanleg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Herbergið tilbúið

Ein af auðveldustu leiðunum til þess að nýta sér sjálfvirkni er í bókunarferlinu. Gestir vilja einfalda og persónulega upplifun sem auðveldar þeim ferðalagið. Einföld bókunarstaðfesting er hlýleg og persónuleg upplifun fyrir viðskiptavininn áður en hann kemur. Flest bókunarferli bjóða upp á tölvupóst til að staðfesta bókun en einföld skilaboð eða tilkynning í smáforriti eða síma getur gert þetta persónulegra.

Láttu gesti þína vita að herbergið þeirra sé tilbúið og þeim er velkomið að innrita sig, sendu ferðaleiðbeiningar og upplýsingar um bílastæði fyrir komu þeirra. Gættu þess að halda öllum samskiptum við gesti kurteisum og vinalegum, fyrir og eftir komu þeirra.

Bjóddu upp á tækifæri

Ferðamenn eru mjög líklegir til þess að skipuleggja sína eigin dagskrá, og fullkomnlega tímasett auglýsing gæti verið tækifærið sem þeir þurfa til þess að skipuleggja sumarfríið sitt. Sendu viðskiptavininum tillögur að afþreyingu tveimur vikum fyrir fríið, eða sendu lista yfir þá veitingarstaði sem er í boði í þínu nánasta umhverfi.

Bjóddu upp á umbun eða ferðatillögur og haltu áfram að sinna sambandi þínu við gesti þína fyrir innritun. Þegar gestirnir þínir innrita sig, notaðu þá sjálfvirka pósta til þess að kynna þeim herbergisþjónustuna eða bjóða þá velkomna á gististaðinn þinn.

Vertu framsækinn

Hvað er verra en óánægður viðskiptavinur? Sjálfvirkni getur gert gestum kleift að láta í sér heyra fyrir brottför. Hvernig var herbergisþjónustan? Getum við aðstoðað þig við að finna afþreyingu eða veitingarhús? Er eitthvað sem við getum gert til þess að bæta dvöl þína?

Vinaleg skilaboð get breytt ófyrirséðum vandamálum áður þau birtast á TripAdvisor. Skapaðu tækifæri til þess að gera dvöl gesta þinna framúrskarandi áður en þeir fara. Að lokum, vertu óhræddur við að fá gagnrýni eftir gestirnir skrá sig út, og notaðu þá gagnrýni til þess að finna það sem er virkilega vel heppnað og það sem betur má fara á þínum gististað.

Fólk sem rekur gististaði er í félagslegum rekstri og má ekki við því að hunsa samfélagsmiðla.

Virkni á samfélagsmiðlum

Neytendur í dag búast við því að fyrirtæku séu virk á samfélagsmiðlum. Hjá hótelum og öðrum ferðaþjónustufyrirtækum þá getur þetta þýtt að boðið sé upp á afslætti og kynningu á þjónustu í sinni. Reyndu að hefja samtöl sem vekja fólk til umhugsunar um ný ævintýri, deildu skemmtilegum reynslum og komdu til skila ástríðu þinni fyrir þjónustunni sem þú veitir.

70% af fólki á samfélagsmiðlum deilir færslum þegar það er í fríi og þetta býður upp á það að nýta þér gesti þína í markaðssetningu. Persónuleg reynsla annara eru vinsælar upplýsingar hjá ferðamönnum og engin opinber markaðssetning getur jafnast á við jákvæða reynslu fjölskyldumeðlims eða vinar. Nýttu þér sjálfvirkni til þess að ná til viðskiptavina og þeirra upplifun á dvöl sinni og íhugaðu að bjóða upp á umbun fyrir þá sem tagga þitt gistiheimili í myndum sínum.

Það sem þú getur búist við

Þar sem sjálfvirkni getur nýst fyrir og eftir komu þá eru kostir sjálfsþjónustar  margir bæði fyrir þig og gesti þína. Viðskiptavinir geta nýtt sér bókunarferli sem er auðveldar þeim lífið og afgreiðslustarfsfólk þitt getur eytt meiri tíma með fólki og minni tíma í að vinna úr tæknilegum örðuleikum.

Að lokum, ánægjulegri dvöl gesta getur gert gæfumuninn, hún eykur líkurnar á bættum umsögnum sem síðan getur skilað sér í aukningu á nýjum bókunum. aukin sjálfvirkni getur því aukið arðsemi þíns fyrirtækis í lægri rekstrarkostnaði og auknum tekjum.