Færsla #6

9 atriði sem benda til þess að kominn sé tími til þess að uppfæra vefsíðuna þína

Vefsíður eru oft fyrstu kynni viðskiptavina af fyrirtækjum og sá vettvangur þar sem þeir afla sér upplýsinga um fyrirtækið. Að uppfæra vefsíðuna reglulega er mikilvægt skref í því að ná til nýrra viðskiptavina og halda trausti þeirra gömlu. Þar sem vefsíðugerð -og hönnun er vettvangur mikilla og skjótra breytinga þá eru eftirfarandi 9 atriði merki um það að tími sé kominn til að uppfæra vefsíðuna.

 

#1 Vefsíðan þín er fyrirtækinu ekki til sóma

Ef fyrirtækið forðast að auglýsa vefsíðuna þá er hún ekki að gegna sínu hlutverki. Vefsíða er ímynd fyrirtækisins á netinu og þarf að gegna því hlutverki með sóma. Ef hún er ekki prýði fyrirtækisins, þá er þörf á að uppfæra. Vefslóðin sjálf er líka mjög mikilvæg og þarf að vera í takti við fyrirtækið, ef það er erfitt eða vandræðalegt að gefa upp vefslóðina er kominn tími á breytingar.

 

#2 Vefsíðan er ekki nógu örugg

Öryggi þarf að vera í miklum forgangi hjá fyrirtækjum, en það gleymist oft samt sem áður. Ef brotist er inn á síðuna þína og neytendagögn er óörugg, þá missir þú traust viðskiptivina þinna. Mikilvægt er að athuga hvort hún sé örugg. 

 

#3 Útlit vefsíðunnar höfðar ekki lengur til neytenda

Nú til dags er afar algengt að einu kynni viðskiptavina af fyrirtæki fari fram á netinu og þá einkum á vefsíðum. Það má vel vera að útlit sem þótti mjög flott  þegar vefsíðan var gerð sé nú orðið úrelt, eða líti út fyrir að vera illa hannað, miðað við nútíma staðla.

Það eru oft miklar breytingar sem eiga sér stað á vettvangi vefsíðugerðar sem breyta fagurfræði vefsíðna og væntingum fólks í garð nútíma vefsíðna. Prófaðu að bera saman þína vefsíðu við vefsíðu sem þú heimsækir oft og finnst vel hönnuð, ef vefsíðan þín stenst ekki samanburðinn er eflaust tími til að gera breytingar.

 

#4 Uppfæra þarf efni vefsíðunnar

Til þess að halda trausti viðskiptavina er afar mikilvægt að uppfæra reglulega efni vefsíðunnar, svo að viðskiptavinir þínir geti reitt sig á upplýsingarnar á henni. Ef vefsíðan er með gamlar dagsetningar, rangar staðsetningar eða úreltar blogg færslur, þá bráðvantar þig að uppfærslu. Gamlar upplýsingar geta leitt til þess að fólk haldi að fyrirtækið sé hætt eða að hætta, og leiti því ekki til fyrirtækisins eða vefsíðunnar til að afla sér upplýsinga.

Með því að uppfæra blogg með nýjum færslum færð þú aukna aðsókn og fleiri til að heimsækja vefsíðuna oftar en einu sinni. Auk þess, með því að huga vel að öllum upplýsingum, vex traust viðskiptavina á vefsíðunni og fyrirtækinu þínu.

 

#5 Vefsíðan virkar ekki á snjallsímum

Við búum núorðið í almennu snjalltækja samfélagi. Það eru miklar líkur á því að einstaklingar heimsæki vefsíðu einungis á snjallsímanum sínum eða snjalltæki. Ef vefsíða er ekki hönnuð fyrir snjallsíma hættir þú á að ergja viðskiptavini og missa af viðskiptum. Ef vefsíða býður ekki upp á framkvæma allt auðveldlega og fljótlega á snjalltækjum eru það skýr merki um að það sé kominn tími til að uppfæra.

 

#6 Síðan er ekki notendavæn

Í dag er vitað miklu meira um það hvernig upplifun neytanda og vöfrum á vefsíðum getur breytt hegðun viðskiptavina. Skoðaðu vefsíðuna frá sjónarhorni neytenda. Hversu auðvelt er að finna upplýsingar og ljúka aðgerðum. Ef þetta flækist fyrir neytendum er tími til þess að uppfæra síðuna.

 

#7 Samkeppnisaðilarr eru með nýrri vefsíður

Það eru orð að sönnu að það fylgir því engin gæfa að eltast við samkeppnisaðila án þess að hugsa fyrst og fremst um það sem hentar þínu fyrirtæki best. Ef samkeppnisaðilar þínir eru með nýrri vefsíður sem eru flottari og virka betur en vefsíðan þín, þá er það svo sannarlega merki um að bæta þurfi síðuna. Netið er afar mikilvægur viðskiptavettvangur og það nýtist best þegar vefsíðan þín stenst samanburð við keppinauta og helst gott betur.

 

#8 Ekki er hægt að gera breytingar

Þegar það er erfitt að breyti lítillega eða uppfæra vefsíðuna, eins og t.d. að bæta við blogg færslu eða að uppfæra atburð, er vefsíðan ekki að gegna sínu rétta hlutverki. Til þess að vefsíðan gegni sínu hlutverki þá á hún að vera uppfærð mjög reglulega en það ferli á að vera fljótlegt og lítið mál.

 

#9 Vefsíðan er ekki í samræmi við ímynd fyrirtækisins.

Vefsíðan á að endurspegla fyrirtækið þitt í sparifötunum, ef breyting hefur verið gerð á firmamerki (e. logo), litum eða stíl fyrirtækisins, þá verður vefsíðan að breytast með. Mörkun (e. branding) fyrirtækisins verður að vera trúverðug og vera samkvæm ímynd fyrirtækisins. Ef mögulegur viðskiptavinur nálgaðist síðuna og skoðaði þar en fengi síðan tölvupóst eða bækling með allt öðru útliti, þá er það ekki traustvekjandi og dregur úr trúverðugleika fyrirtækisins. Gætið þess að vefsíðan endurspegli ímynd fyrirtækisins.

 

Er kominn tími á breytingar? Að lokum verður að hafa í huga að varast ber að alhæfa. Eflaust gegnir vefsíðan sumum hlutverkum sínum vel og öðrum síður. Svo hvenær er hægt að segja með algerri vissu að það sé kominn tími til að uppfæra? Þegar verið er að íhuga meirihátta uppfærslu eða breytingar er ágætt að spyrja sig að tvennu:

  1. Get ég verið stoltur af vefsíðunni eins og hún er?
  2. Er vefsíðan að gegna sínu hlutverki í þágu fyrirtækisins?

Ef þú getur ekki fullyrt að svarið sé „já“ við þessum spurningum er eflaust komin tími til að uppfæra síðuna.