Færsla #3

Að hugsa út fyrir kassann – Nokkrar hugmyndir

Stundum geta litlir hlutir skipt sköpun í því að skapa karakter fyrir gististaðinn og gert dvölina eftirminnilega fyrir ferðamanninn. Að hugsa út fyrir kassann og veita smáatriðunum athygli getur sett punktinn yfir i-ið fyrir upplifun ferðamannsins á gististaðnum.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um gististaði sem hafa leyft sköpunargleðinni að ráða og glatt gesti sína í leiðinni með óhefðbundnum leiðum.

1. Þetta hótel setur Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvert herbergi í staðinn fyrir hina hefðbundna Biblíu. Skemmtilegur snúningur á hefð sem þekkist vel á hótelum.

2. Þessi gististaður er heldur betur með þrifin á hreinu og reiknar með því að gestir athugi hvort þrifi hafi verið undir rúmið, og kemur þeim sem kíkja skemmtilega á óvart.

3. Hér er greinilegt að mikið sér lagt í því að gestir sofi vel og er því boðið uppá margskonar tegundir kodda.

4. Hér er gististaður sem er með sérhandklæði fyrir að þrífa farða af andliti. Sniðug lausn og sparar eflaust vinnu í þvottahúsinu.

5. Það er vitað að gestir skilja oft ótrúlegustu hluti eftir á herbergjum gististaða. Þetta hótel í Noregi hvetur fólk til þess að safna saman hlutum sem það er vill ekki taka með sér og sér hótelið því um að koma því til góðgerðasamtaka. Greinilegt að þessu hóteli er annt um að láta gott af sér leiða – gott framtak!

6. Á þessum gististað er býflugnabú og fær hver gestur litla krukku af hunanginu þeirra. Hér er verið að kynna vöru en um leið gleðja gestinn – allir vinna!

7. Ef að fólk er eitt á ferð þá vantar því kannski félagsskap. Á þessum gististað er hægt að leigja sér litlinn gullfisk. En krúttlegt!

8. Ferðamönnun er sífellt meira annat um umhverfið og vilja að ferðalagið þeirra sé umhverfisvænt. Þessi gististaður dregur $6 af hverri gistinótt sem fólk afþakkar þvott og minnkar þannig noktun á umhverfisspillandi efnum.

9. Svona fá gestir sér hunang í teið í morgunverðinum. Gerist ekki ferskara en þetta.

10. Innbyggt hleðslutæki í herberginu. Kemur gestum eflaust að góðum notum.

11. Vöfflubar í morgunmatnum! Þarf að segja meira?

12. Hér geta gestir ráðið því hvernig herbergið þeirra lyktar. Einföld en frábær leið til þess að fara framúr væntingum gesta.