Færsla #4
5 atriði sem geta haft áhrif á beinar bókanir í gegnum vefsíðuna þína
Það getur verið erfitt að átta sig á því hvers vegna vefsíðan ykkar er ekki að skila nægilega miklum beinum bókunum. Þegar sölusíður eins og Booking.com taka háar söluþóknanir skiptir sköpum að fá beinar bókanir.
Við tókum því saman fimm atriði sem geta valdið því að vefsíðan er ekki að skila inn nýjum bókunum.
Vefsíðan er orðin gömul
Mikilvægt er vefsíðan sé viðeigandi og að þar séu réttar upplýsingar að finna. Viðskiptavinir eiga ekki að fá á tilfinninguna að vefsíðan hafi verið sett upp í kringum aldarmótin og ekkert sé verið að uppfæra hana og upplýsingarnar á henni. Það að vera með gamla og úrelta vefsíðu getur valdið því að viðskiptavinir dragi þá ályktun að það sama sé að segja um hótelið eða gististaðinn, þ.e. að það sé orðið gamaldags og þarfnist viðhalds.
Vefsíðan bíður ekki upp á beinar bókanir
Með beinum bókunum er hægt að sníða framhjá þóknunargjöldum. Það er því mikilvægt fyrir öll hótel og gististaði að bjóða uppá beinar bókanir í gegnum vefsíðuna sína. Það þarf að ganga úr skugga að bókunarferlið sé auðvelt og aðgengilegt svo að viðskiptavinir hætti ekki við og fari inn á bókunarsíður eins og t.d. booking.com. Auðvelt er að setja inn bókunarhnapp í gegnum bókunarkerfi á borð við GoDo.
Vefsíðan hentar ekki snjalltækjum
Niðurstöður Rannsóknar frá árinu 2016 sýna fram á að helmingur þeirra sem bókaði hótelherbergi í gegnum netið notaði snjalltæki til þess og er áætlað að þessi tala komi til með að hækka í 70% fyrir lok árs 2019. Því geta þær vefsíður sem eru ekki skalanlegar verið að missa töluvert af beinum bókunum.
Lélegar myndir
Vefsíða er andlit rekstursins og þá sérstaklega fyrir þá sem staðsettir eru annarsstaðar í heiminum. Þegar mögulegur viðskiptavinur er að hugsa um að bóka gistingu á Íslandi eru ljósmyndir helsta söluvopnið. Það er því mikilvægt að tjalda öllu til þar og passa að myndirnar séu vel teknar og í góðum gæðum því annað getur haft fráhrindandi áhrif.
Engar umsagnir frá viðskiptavinum
Viðskiptavinir vilja vita hvernig aðrir upplifðu gististaðinn og þjónustuna áður en þeir bóka. Staðreyndin er sú að meiri hluti ferðalanga treysta umsögnum annarra á netinu og samfélagsmiðlum jafn vel og persónulegum meðmælum.
Flestir gististaðir eru nú þegar byrjaðir að safna umsögnum í gegnum síður á borð við TripAdvisor og það er því auðvelt að tengja það við vefsíðuna.
Við hjá Ferðavefjum höfum verið að aðstoða hótel og gistiheimili við að koma vefsíðunni sinni í rétt stand. Endilega bókaðu ókeypis ráðgjöf hjá okkur og sjáum hvort að við getum ekki aðstoðað þitt fyrirtæki.