Færsla #2

Samskipti við væntanlega gesti; Frá bókun til brottfarar

Kröfur ferðamanna hafa aukist samhliða hraðri þróun tækninnar og nýjum samskiptaleiðum. Mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu standa hótelum framar þegar kemur að samskiptum við viðskiptavini. Flugfélög, bókunarsíður og ferðaskrifstofur hafa sett viðmiðið í þessum efnum með sérsniðnum upplýsingapóstum (pre-check in/pre-stay) sem þau senda til viðskiptavina frá bókun og fram að komu.

Hótel, og þá sérstaklega minni hótel, eru mörg hver ekki í neinum samskiptum við viðskiptavini sína á milli þess sem þeir bóka og þangað til þeir koma á staðinn. Rekstraraðilar eru hér að missa af tækifæri til þess að byggja upp tengsl við gesti og auka tekjumöguleika sína.

Sem dæmi má nefna, senda flugfélög viðskiptavinum sínum (ferðamönnum) sjálfvirka pósta frá því að bókun á sér stað og fram að flugi. Þau hafa sniðið efni póstanna og tímasett hvenær þeir sendast, til þess viðskiptavinurinn fái allar þær upplýsingar sem hann þarf fyrir ferðalagið.  Sjálfvirkar póstsendingar sem þessar eru liður í því að auka tekjur félagsins og ánægju viðskiptavinarins.

Dæmi um póstsendingar flugfélags:

Staðfesting: Viðskiptavinur fær staðfestingapóst einungis sekúndum eftir að hann bókar. Í þessum fyrsta pósti eru t.d. upplýsingar um dagsetningar, nafn, kvittun fyrir greiðslu ef við á. Þau nota gjarnan tækifærið og benda viðskiptavinum á gististaði og bílaleigur í grendinni þann flugvöll sem þau eru að ferðast til.

Viku fyrir flug: Það má til að mynda benda viðskiptavini á tilboð frá samstarfsfyrirtækum flugfélagsins. Þarna er verið að auðvelda viðskiptavininum að nálgast vörur og þjónustu sem gæti nýst honum, tryggja honum gott verð en um leið auka tekjur flugfélagsins.

1-2 dögum fyrir flug: Áminning um flugið er send auk allra nauðsynlegra upplýsinga varðandi innritun, farangursheimild og jafnvel gagnlegar upplýsingar eins og veðurspá á áfangastað eða ef flugfélagið er með tilboð og/eða afslætti á vörum.

Ættu hótelin að nýta sér þessa leið?

Já, klárlega! Afhverju? Sjálfvirkar póstsendingar geta nýst hótelum og gistiheimilum á sama hátt. Eins við nefndum fyrr í greininni þá eru það ekki einungis flugfélögin sem fara þessa leið, heldur einnig bókunarsíður eins og Airbnb og Booking.com og fleiri ferðaskipuleggjendur. Þessi risa fyrirtæki senda sjálfvirka upplýsingapósta og mynda þannig tengsl við ykkar gesti – á undan ykkur! Bein samskipti án milliliða mun alltaf hitta betur í mark hjá viðskiptavinum og veita öryggistilfinningu.

1. Áhrif

Aukið þjónustustig, tímasparnaður, betri umsagnir og minni líkur á afbókun. Fyrir ferðamann eykur þetta öryggi og gæði dvalarinnar.

2. Aðgreindu þig frá samkeppnisaðilanum

Með sérsniðnum upplýsingapóstum setur þú tóninn fyrir eftirminnilega dvöl. Þú sýnir að þitt fyrirtæki veiti viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og að það skipti þig máli að upplifun gesta verði sem best. Hótel ættu tvímælalaust að nýta þennan valkost.

3.  Sniðið að eftir þínum þörfum

Að setja upp röð af sjálfvirkum upplýsingapóstum margborgar sig til lengri tíma, sérstaklega fyrir minni hótel og gistiheimili þar sem starfsmenn eru  færri. Starfsólk getur þá einbeitt þér að öðrum mikilvægum hliðum rekstursins t.d. að sinna gestum á staðnum. Bætt þjónusta án fyrirhafnar!

Ekki missa af tækifæri til að byggja upp traust og góð tengsl við viðskiptavininn! Með upplýsingagjöf frá bókun og þar til gestur hefur yfirgefið gististaðinn veitir fyrirækið framúrskarandi þjónustu.