AU44

Eigandi AU44 Hostel leitaði til okkar því að hann vildi sameina alla gististaðina sína undir sama vörumerkið en ásamt AU44 Hostel rekur hann einnig bústaði í kringum Flúðir og tvær íbúðir á Selfossi. Við ákváðum að nota AU44 vörumerkið fyrir alla gististaðina en skiptum rekstrinum í þrennt: AU44 Cottages, AU44 Apartments og AU44 Hostel.

Við tókum ljósmyndir af gististöðunum en það var mikilvægt að gæta samræmis svo það væri skýrt að gististaðirnir heyri allir undir sama vörumerki. Að auki settum við upp þrískipta vefsíðu fyrir AU44 en við vildum að vefsíðan myndi endurspegla stílhreina andrúmsloftið sem AU44 gististaðirnir hafa.

Samskipti við gesti voru AU44 gífurlega mikilvæg en þar sem gististaðirnir eru á mismunandi staðsetningum og allar einingarnar eru með lyklakóða skipti miklu að koma upplýsingum örugglega til gestsins. Við hönnuðum því HTML pósta fyrir AU44, aðlöguðum fyrir hverja einingu og innleiddum póstana í bókunarkerfið hjá þeim. Póstarnir eru sjálfvirkir og sendast út strax eftir bókun, 3 dögum fyrir innritun og 3 dögum eftir að dvöl lýkur.

Okkar hlutverk:

Vefhönnun
Uppsetning á bókunarvél
Ljósmyndun
Hönnun og uppsetning á
sjálfvirkum póstum

Ljósmyndun

Vefsíða

UPPLÝSINGApóstar