Ingólfsskáli
Ingólfsskáli er veitingastaður og veisluþjónusta sem býður upp á hefðbundna íslenska matargerð í einstöku umhverfi. Innblásturinn er sóttur úr fornum hefðum víkinga en maturinn er framreiddur á fágaðan og nútímalegan máta.
Aðkoma okkar að endurmörkun Ingólfsskála var að kryfja kjarnann og mynda með honum þær sögur sem sagðar yrðu í kringum Ingólfsskála. Mikilvægt var að öll sjónræna í kynningarefni endurspeglaði stoðir og persónueinkenni Ingólfsskála og jafnframt tengdi við sögu víkinganna. Uppskeran, arfleiðin og fjölskyldan voru stoðirnar sem við byggðum á en innblástur var sóttur í traðir, eld, steinristur og rúnir til að tengja við söguna og innviði skálans.
Okkar hlutverk:
Endurmörkun
Hugmyndavinna
Textaskrif
Ljósmyndun
Grafísk hönnun
Vefhönnun
Lógó, letur og litir
Innblástur
Merki Ingólfsskála endurspeglar helstu stoðir vörumerkisins og er hannað út frá tveim Fuþark rúnum sem standa fyrir arfleið og uppskeru. Merkið er teiknað með línum sem gefa til kynna að það sé meitlað í stein líkt og rúnir ritaðar á tímum víkinganna. Lega merkisins er vísun í Ingólfsfjall og landslagið sem umlykur Ingólfsskála. Merkið vísar í forna tíma en talar jafnframt til nútímans með léttleika í teikningu sem gefa því fágaða og yfirvegaða ásýnd.