Færsla #9
Lágmarkaðu tap á tímum Covid.
Ferðaþjónustan á nú við vök að verjast vegna COVID-19 veirunnar og blasir við tekjutap í greininni. Mikið hefur borið á að endursöluaðilar og bókunarsíður séu að þrýsta á ferðaþjónustuaðila að samþykkja endurgreiðslu vegna afbókana á gistirýmum og ferðum þrátt fyrir að um óendurgreiðanlegar bókanir sé að ræða.
Í þessari stöðu er mikilvægt að hafa samband við viðskiptavini af fyrrabragði til þess að lágmarka tekjutap, tryggja gott upplýsingaflæði og framtíðarbókanir. Gott er að vera með fyrirbyggjandi lausnir fyrir viðskiptavini til að geta stýrt niðurstöðunni, í stað þess að lúta einhliða úrlausnum endursöluaðila.
Ferðamálastofa metur svo að ferðaþjónustuaðilum sé ekki skylt að verða við kröfum endusöluaðila um endurgreiðslu og verði hver um sig að meta hvort hann telji tilefni til að samþykkja kröfur um endurgreiðslu.
Nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga:
- Sjálfvirk og skilvirk samskipti hafa aldrei verið mikilvægari.
- Mikilvægt er að bregðast við fljótt og örugglega til þess að lágmarka og dreifa tekjutapinu.
- Nú er gott tækifæri fyrir gististaði að beina viðskiptum á vefsíðu fyrirtækisins varðandi endurbókanir.
- Gott er að nýta þessi viðbótarsamskipti sem þurfa að eiga sér stað í ljósi aðstæðna, til þess að kynna vörumerkið ykkar og sýna hátt þjónustustig.
- Fjölmörg tækifæri leynast í þessari fordæmalausu stöðu. Tækifæri til þess að fá góðar umsagnir, auka beinar bókanir í framtíðinni og tryggja að þeir sem nú þegar hafa bókað hjá ykkur, komi þó síðar sé.
Ýmsar leiðir er hægt að fara til þess að komast hjá afbókunum, takmarka tjón og dreifa því tekjutapi sem framundan er.
- Hægt er að bjóða viðskiptavinum að færa bókunina á aðrar dagsetningar án aukagjalds.
- Bjóða viðskiptavinum inneign fyrir óendurgreiðanlegar bókanir að hluta til eða öllu leiti.
- Senda viðskiptavinum afsláttarkóða á næstu bókun sem nýtist eingöngu við beinar bókanir.
- Nýta sjálfvirka tölvupósta til að kynna aðra valmöguleika en hreina afbókun.
Ferðavefir bjóða uppá fría ráðgjöf í gegnum síma fyrir þá sem vilja skoða leiðir til þess að lágmarka tekjutap sitt á þessum erfiðu tímum.
Hafðu samband við okkur í gegnum vefsíðuna, sendu okkur tölvupóst á upplysingar@ferdavefir.is eða hringið í 554-5414 til að óska eftir símtali frá ráðgjafa Ferðavefja.
Við hjá Ferðavefum óskum ykkur góðs gengis!