Upplýsingamöppur

Af hverju upplýsinga-
möppur?

Við vitum öll mikilvægi þess að nostra við smáatriðin þegar það kemur að því að gera upplifun gesta sem besta en skortir oft hugmyndir um hvernig hægt sé að gera betur.

Upplýsingamöppur inn á herbergjum eða íbúðum er ein leið til þess að koma skilaboðum/ upplýsingum til gesta á faglegan og skilvirkan hátt. Það skilar sér í einföldun fyrir þig og gestina ásamt því að auka ánægju.

Af hverju er gott að hafa greinagóðar og fallegar möppur:

Býður gestinn þinn velkominn um leið og þeir mæta, og gefur þeim ákveðna öryggistilfinningu

Hjálpar gestinum að þekkja gististaðinn og hvernig hann getur haft sem best not af honum.

Gefur þér færi á að kynna þeim alla þá þjónustu og vörur sem þú býður uppá, ásamt gagnlegum upplýsingum líkt og hvernig þeir tengja við Wifi, kveikja á sjónvörpum, setja í gang uppþvottavél o.s.frv.

Upplýsingamappan gefur þér færi á að gefa persónuleg meðmæli á náttúruperlum, afþreygingu, opnunartímum o.s.frv. með einföldum hætti.

Minnkar vinnu við að svara algengum spurningum gesta þinna.

Dís Cottages

Við lónið

Hvammból

Hvaða upplýsingar er hægt
að setja í möppuna?

Z

Opnunartexti

Segja stuttlega frá ykkur og gistingunni. Persónulegur texti.

Z

Húsreglur

Ef það eru húsreglur er gott að láta þær koma fram.

Z

Umhverfi og náttúra

Það er mjög gott að segja frá helstu staðarháttum.

Z

Veitingastaðir & barir

Það er gott að segja frá þeim veitingastöðum og börnum sem hægt er að fara á í nærumhverfinu.

Z

QR kóði

QR kóðar nýtast vel til að auðvelda aðgengi að vefsíðum eins og t.d. heimasíðunni. 

Z

Hafa samband upplýsingar

Gott að hafa það skýrt og skilmerkilegt hvernig er hægt að ná sambandi við ykkur.

Z

Wi-fi upplýsingar

Ef það er Wi-fi er gott að láta það koma fram í möppunni

Z

Bæjarfélagið

Ef gistingin er staðsett í bæ eða við bæ er gott að segja aðeins frá bænum.

Z

Neyðarnúmer

Neyðarnúmer og aðrar upplýsingar varðandi eldvarnir.

Z

Umsagnir

Gott er að hvetja fólk til þess að gefa umsagnir. 

Z

Check-in / Check out

Hvenær er check-in og check-out? Hvað þarf að gera fyrir komu?

Z

Sérstakar upplýsingar

Ef það er eitthvað sérstakt og einkennandi fyrir gistinguna sem þarf að upplýsa gesti um er gott að hafa það þarna, til dæmis ef að það þarf að stilla sérstaklega eldavélina eða heita pottinn.

Z

Þjónusta í kring

Gott að segja frá þjónustu í kring, búðir, sundlaugar og annað og opnunartíma.

Z

Vefsíður

Mikilvægar vefsíður, svo sem vedur.is, safetravel.is og fleiri síður

Z

Afþreying

Ef það er ferðaþjónusta í kring er mjög sniðugt að telja upp hvað er í boði.

Sláðu á þráðinn

554-5414

Sendu okkur línu

hjalp@ferdavefir.is

Spjallaðu við okkur

á Facebook Messenger

VIÐ viljum heyra frá þér
SEGÐU HÆ!

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með einhverjar vangaveltur.

Ég hef áhuga á